Leitarvélin

Leitarvélin

 

Ertu eitthvað á ferðinni?

Er aðgengið í lagi?

Á leitarvélinni er hægt að sjá alla skráða staði á landinu.

Veljið stað eða þjónustu.

 

Finna skráða staði


Aðgengismerkjakerfið

"Gott aðgengi / Access Iceland” er upplýsinga- og þjónustuvefur sem byggir á 7 flokka merkjakerfi og skráningu á aðgengi að:

  • mannvirkjum, innan- og utandyra
  • náttúruperlum
  • þjónustu

Smelltu á merkin til að sjá hvað þau þýða.


Hjólastólanotendur

HjólastóllFólk sem notar hjólastóla hefur m.a. þörf fyrir:

  • Jafnt og þétt undirlag án hæðarmunar
  • Breiðar hurðir, sem létt er að opna
  • Lyftur, til að komast á milli hæða
  • Snyrtingar við hæfi
  • Bílastæði nálægt aðalinngangi mannvirkja
Lesa meira...

Göngu- og handaskertir

Göngu- og handaskertirFólk með gönguskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

  • Handlista við tröppur
  • Marga hvíldarstaði
  • Jafnt og slétt undirlag, án hæðarmunar
  • Breiðar hurðir sem létt er að opna
  • Bílastæði nálægt aðalinngangi
Lesa meira...

Blindir og sjónskertir

SjónskertirFólk með sjónskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

  • Enfalda og rökrétta uppbyggingu umhverfisins
  • Skýrar leiðbeiningar og merkingar, áferðar- og litamun
  • Handlista við tröppur og skábrautir
  • Góða lýsingu sem blindar ekki,
  • Að upplýsingar séu með hljóði og upphleyptum merkjum
Lesa meira...

Heyrnarskertir

HeyrnarskertirFólk með heyrnarskerðingu hefur m.a. þörf fyrir:

  • Góða og sýnilega kynningar- og leiðarvísa
  • Góð birtuskil og áherslulýsingu
  • Að allar upplýsingar á talmáli séu einnig sýnilegar
  • Góða hljóðeinangrun og dempun á umhverfishljóðum
  • Tónmöskvakerfi
Lesa meira...

Astmi og ofnæmi

Astmi og ofnæmiFólk með astma og ofnæmi hefur m.a. þörf fyrir:

  • Hentugt val byggingarefna
  • Skilvirka útloftun og góða loftræsingu
  • Ítarlegar hreingerningar og hreinlæti
  • Góðar og ýtarlegar upplýsingar um ofnæmisvaka í umhverfinu
Lesa meira...

Þroskahömlun

ÞroskahömlunFólk með þroskahömlun hefur m.a. þörf fyrir:

  • Efnis- og litaval sem auðveldar umgengni
  • Einföld og auðlesin skilti með myndum og upphleyptum táknum
  • Auðlesinn texta
  • Beinar upplýsingar; maður á mann eða upplestur
Lesa meira...

Lestrarörðugleikar

LestrarörðugleikarFólk með lestrarörðugleika hefur m.a. þörf fyrir:

  • Að textaðar upplýsingar fáist einnig á hljóðskrám, í heyrnartækjum (audioguides) eða á geisladiskum
  • Auðlesinn texta
  • Að heyra fyrirmæli og upplýsingar eða sjá myndir af þeim, auk texta

Lesa meira...

Þarftu að halda fund, taka þátt í ráðstefnu eða skipuleggja ferðalag með fjölskyldunni? Athugaðu aðgengi hér á síðunni og veldu stað sem hentar þér.


Getum við komið til þín?

Aðgengismál snerta um 120 þúsund Íslendinga og um 100 milljónir Evrópubúa, er þitt fyrirtæki skráð? Lesa meira...
Gott aðgengi ehf býður upp á ráðgjöf, úttektir, skýrslugerð og birtingu aðgengisupplýsinga. Auk þess sem fyrirtæki þitt finnst í gagnagrunnum um aðgengi. Panta úttekt

Kortavefur

> Kortavefur

Kortavefur