Um okkur
Access Iceland Aðgengismerkjakerfið (AIA) hóf starfsemi 2012 sem hluti af Gott aðgengi ehf (GA) sem stofnað var 2005. Við veitum ráðgjöf, gerum úttektir og skýrslur um ferlimál innandyra sem utandyra.
Úttektir: Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum að gera nákvæma úttekt á aðgengi fatlaðra að öllu húsnæði þess. Niðurstöðum er skilað í ítarlegri skýrslu um þá þætti sem breyta þarf til að uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla.
Ferlihönnun og eftirlit: Að auki bjóðum við upp á teikningarýni vegna ferlihönnunar fyrir hönnuði og sveitarfélög. Reynsla okkar segir að máltækið "Betur sjá augu en auga" á oft við þegar leggja á lokahönd á aðaluppdrætti. Við bjóðum upp á ferilhönnun nýbygginga og endurbóta með tilliti til aðgengis fyrir alla, bæði á hönnunarstigi og á meðan framkvæmdum stendur.
Samstarf: Við ýmsa faghópa svo sem iðjuþjálfa, hönnuði, hagsmunafélög fatlaðra o.s.frv.
AIA er með samstarfssamning við danska félagið God Adgang sem rekur Merkjakerfið
og leitarvélina http://www.godadgang.dk/.
Samstarf við VAKANN gæðakerfi ferðaþjónustunnar er mikilvæg viðbót og getur gott aðgengi á hótelum og gististöðum gefið a.m.k. 45 stig í Vakanum (viðmið fyrir gistingu). Access Iceland Aðgengismerkjakerfið er með leyfi frá Öryrkjabandalagi Íslands til að gera úttektir á aðgengi fyrir VAKANN, samkv. kröfu Ferðamálastofu.
Af hverju ferlihönnun og úttektir
Mannréttindamál eru í brennidepil allsstaðar í hinum vestræna heimi. Aðgengi allra að mannvirkjum sem ætluð eru til almenningsnota, húsnæði, verslanir og þjónustufyrirtæki, verður að vera fullnægjandi. Auk þess ættu allir vinnustaðir að vera aðgengilegir öllum svo fulls jafnréttis sé gætt. Kunnátta og vitneskja um þessi málefni er ekki sjálfgefin. Því er mikilvægt að til séu fyrirtæki sem geta leiðbeint við byggingu nýrra mannvirkja, tekið út og greint eldra húsnæði með tilliti til allra. Við bjóðum þessa þjónustu og teljum að við höfum til þess góðar forsendur.
Heimasíðan
Heimasíðan okkar og leitarvélin gengur dagsdaglega undir nafninu GottAdgengi.is Við viljum geta kortlagt ferðir um landið, með tilliti til aðgengis, á einfaldan hátt, t.d. gistimöguleika, máltíðir og skoðunarferðir hringinn í kringum landið. Gott aðgengi / Access Iceland verkefnið er lausn á þessu: Úttektir á aðgengi, merkjakerfið, skráning og leitarvél.
Auglýsingar og markaðsmál
Allir þátttakendur í AIA geta og mega nota logo AIA og niðurstöður úttekta í auglýsingar sínar og markaðsvinnu. Mikilvægt að hver staður tengi aðgengisupplýsingarnar beint við eigin heimasíðu og þannig gefi viðskiptavinum beinan aðgang inn á upplýsingar um aðstæður á staðnum.
Aðgengi fyrir alla alltaf allsstaðar