Merkjakerfið

Þroskahömlun

Merki þroskahömlunarÞað er ekki einfalt að útskýra þroskahömlun.
Það má þó segja að þroskahömlun hafi áhrif á getu fólks til að:
- skilja og læra flókna hluti
- tjá sig um flókna hluti
- vita hvernig á að takast á við ókunnar aðstæður.

Annars er fólk með þroskahömlun mjög fjölbreyttur hópur og er í raun og veru fjölbreyttari innbyrðis en hópurinn sem ekki er með þroskahömlun.

Þarfir fólks með þroskahömlun eru einnig afar misjafnar, allt frá því að þurfa lítilsháttar leiðsögn á vinnumarkaði til þess að þurfa mikla aðstoð í daglegu lífi allan sólarhringinn. Þroskahömlun getur verið meðfædd eins og Downsheilkenni.
Þroskahömlun er ekki sjúkdómur.

Mikilvægt er að efni sem á að koma til skila til fólks með þroskahömlun sé auðskilið.                                               Allur texti þarf einungis að innnihaldi mikilvægustu atriðin, sett fram á einfaldan hátt,
vera rökrétt uppbyggður og með gagnsæjum stuttum orðum. Forðast skal
skammstafanir og langan samfelldan texta. Einnig þurfa að fylgja skýringarmyndir
með textanum. Oft er nauðsynlegt að fá leiðbeiningar og upplýsingar frá öðrum aðila.                                          Einnig eru upplesnar leiðbeiningar, til dæmis um næstu biðstöð almenningsvagna, mikilvægar.

Fólk með þroskahömlun hefur þörf fyrir:

  • efnis- og litaval sem auðveldar umgengni,
  • auðlesinn texta,
  • beinar upplýsingar; maður á mann eða upplestur,
  • einföld og auðlesin skilti með myndum og upphleyptum táknum til að auðvelda skilning.

Finna aðgengismerkta staði

 

Language

  • English