Göngu- og handaskertir
Handaskerðing
Margir sjúkdómar, eins og gigt, vöðvarýrnun eða helftarlömun, svo og slys geta valdið hreyfiskerðingu
í handleggjum, fótum og búk. Oft fylgir sársauki sem minnkar hreyfigetuna. Einnig minnkar hreyfigeta oft
með aldrinum.
Handaskertir hafa lítinn mátt í fingrum og stutta seilingarfjarlægð. Handaskertir geta átt erfitt með
stjórnun hreyfinga vegna skjálfta eða krampa, sem og með ýmsar fínhreyfingar og samhæfingu. Fólk með
handaskerðingu á oft erfitt með þungar hurðir,
og litla hnappa eða lítil handföng. Erfitt getur verið að snúa snerlum, húnum og stjórnbúnaði
blöndunartækja, bera töskur og svo framvegis. Einnig getur handaskerðing gert fólki erfitt með að teygja
sig út, upp eða niður eftir hlutum.
Fólk með handaskerðingu þarf:
- búnað og tæki sem aðlöguð eru að litlum vöðvastyrk og stífum úlnlið og nota má með fleiri en einum fingri,
- rétta stærð og staðsetningu hnappa, og annað sem við á.
Gönguskerðing
Gönguskertir eiga erfitt með gang og eru oft og tíðum óöruggir á löngum
gönguleiðum. Fjöldi gönguskertra notar hjálpartæki til að komast á milli
staða, til dæmis hækjur, göngugrindur, eða hjólastóla. Þessi hópur á mjög
erfitt með að nota tröppur eða há þrep, og einnig að ganga í halla og á
ójöfnu undirlagi. Einnig þurfa gönguskertir gott rými á snyrtingum.
Fólk með gönguskerðingu þarf:
- fáar tröppur og ávallt með handlistum,
- hvíldarstaði á gönguleiðum þar sem setjast má niður með stuttu millibili,
- jafnt undirlag án hæðarmunar,
- breiða ganga og dyr og hurðir sem létt er að opna,
- innréttingar og búnað í þægilegri hæð,
- bílastæði nálægt aðalinngangi