Merkjakerfið

7 flokkar sem gefa upplýsingar um aðgengi

Platti---islenska

Merkjakerfið gengur út á að búið er að greina fatlanir/skerðingar í 7 flokka og hver flokkur á sitt merki. Til að starfsemi geti fengið merki þarf staðurinn að uppfylla lágmarkskröfur sem aðildarfélög fatlaðra á Íslandi hafa samþykkt. Til að forðast allan misskilning þá er ekki verið að meta aðgengi eftir gildandi byggingarreglugerð heldur aðeins hvort hægt sé að komast um og nýta aðstöðuna. Til dæmis uppfylli staðurinn lágmarkskröfur fyrir hjólastólaaðgengi fær hann merki fyrir þann flokk. Staðirnir geta fengið frá 1 merki upp í 7 allt eftir því í hvaða fötlunarflokkum aðgengiskröfunum er náð. 

 


Finna aðgengismerkta staði

 

Language

  • English